Frétt

02.12.2020 -

Dómur fallinn: Hvað svo?

Þann 1. desember 2020 staðfesti yfirdeild MDE dóm í Landsréttarmálinu svokallaða. Í tilefni þess munu Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands efna til fundar í hádeginu föstudaginn 4. desember í streymi.

 

Á fundinum mun Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor, sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík, ræða dóminn og áhrif hans. Hvað tekur við? Hefur þetta áhrif á dómsniðurstöðu í þeim málum sem kveðnir voru upp í Landsrétti?

 

Að loknu erindi hennar munu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður, Berglind Svavarsdóttir lögmaður, formaður Lögmannafélags Íslands, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og settur umboðsmaður Alþingis, formaður Dómarafélags Íslands, vera með innlegg.

 

Fundarstjóri verður Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, formaður Lögfræðingafélags Íslands.

 

Fundurinn verður í streymi föstudaginn 4. desember kl. 12.00-13.00. Tengill verður sendur á þátttakendur fyrr um morguninn en þátttaka er ókeypis.

 

Vinsamlegast skráið ykkur hér:

Skráning á hádegisverðarfund í streymi

Hafa samband