Frétt

20.11.2020 -

Hádegisfundur í tilefni stofnunar áhugahóps um tæknirétt

Ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa, eltingaleikur laga við tækni og fjártæknibylgjan

Í tilefni stofnunar áhugahóps um tæknirétt verður haldinn fundur á Teams fimmtudaginn 26. nóvember kl. 12.00-13.00. Þrjú stutt erindi verða flutt á fundinum:

1. Ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður og eigandi hjá LEX lögmannsstofu fer yfir helstu atriði nýrra laga nr.78/2019, sem innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/1148 varðandi ráðstafanir til að ná háu sameiginlegu öryggisstigi í net- og upplýsingakerfum. Lára, sem er sérfræðingur á sviði hugverka- og tækniréttar, sinnir kennslu í tækni- og tölvurétti í HR og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á því sviði, þ.m.t. á sviði fjártækni og persónuverndar.

2. Eltingaleikur laga við tækni (og menningu): Ný tilskipun ESB um höfundarrétt á netinu
Hafliði K. Lárusson lögmaður og eigandi hjá lögmannsstofunni BBA//Fjeldco fjallar um helstu ákvæði nýrrar tilskipunar ESB um höfundarétt á netinu sem verður innleidd í landsrétt aðildarríkja EES á næstu misserum en henni er ætlað að móta nýtt upphaf og skapa betra „jafnvægi“ á milli andstæðra sjónarmiða og hagsmuna en núverandi regluverk. Ákvæðin verða sett samhengi við núverandi reglur og dómaframkvæmd á þessu sviði, auk þeirrar tækniþróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár, ekki síst í tengslum við „tæknirisana“ og samfélagsmiðla í þessu sambandi. Hafliði er sérfræðingur í hugverka- og tæknirétti og sinnir einnig stundakennslu á því sviði við Háskólann í Reykjavík.

3. Fjártæknibylgjan - lagalegar áskoranir rafmynta og bálkakeðja
Kristján Ingi Mikaelsson framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands fjallar um rafmyntir og bálkakeðjur. Kristján hefur um árabil starfað innan tæknigeirans sem forritari og tækniþróunarstjóri. Hann útskýrir hvers vegna þessi eignaflokkur er orðinn þrettán sinnum stærri en verg landsframleiðsla Íslands og varpar ljósi á lagaleg álitamál sem tengjast þessum nýja eignaflokki.

Fundarstjóri verður Erna Sigurðardóttir lögfræðingur hjá Rapyd Europe sem er jafnframt stofnandi áhugahópsins.

Vinsamlegast skráið ykkur hér, tengill á fundinn verður sendur um morguninn.
Þátttaka er ókeypis.

Stofnun áhugahóps um tæknirétt
Innan Lögfræðingafélags Íslands er nú verið að stofna áhugahóp um tæknirétt en Erna Sigurðardóttir lögfræðingur verður tengiliður hópsins við stjórn LÍ. Allir félagar í Lögfræðingafélagi Íslands geta skráð sig í hópinn sér að kostnaðarlausu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@logfraedingafelag.is Aðrir áhugasamir þurfa að vera félagar í Lögfræðingafélagi Íslands til að vera með í hópnum: Skráning í félag. Stofnuð hefur verið Facebooksíða þar sem félagar miðla upplýsingum um allt sem viðkemur tæknirétti.

Hafa samband