Frétt

28.04.2019 -

Heimsókn í Landsvirkjun 2. maí

Fimmtudaginn 2. maí kl. 16.30 býðst félagsmönnum Áorku, áhugahóps um orkurétt, og Lögfræðingafélags Íslands að heimsækja Landsvirkjun.

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri mun taka á móti hópnum en auk þess munu lögfræðingar sem starfa
hjá fyrirtækinu kynna störf sín.

Landsvirkjun er stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi með 73% vinnslunnar. Alls starfa sex lögfræðingar
við fjölbreytt störf innan fyrirtækisins.

Skráning hér

Hafa samband