Frétt

15.11.2018 -

Mun innleiðing þriðja orkupakkans þýða skerðingu á forræði íslenskra stjórnvalda í orkumálum?

Það sjónarmið hefur verið áberandi upp á síðkastið að innleiðing þriðja orkupakka ESB feli í sér of mikið valdframsal fyrir Ísland og hafa misvísandi upplýsingar komið fram í fjölmiðlum um efnið.

Á fundinum mun Hilmar Gunnlaugsson lögmaður hjá Sókn lögmannsstofu fjalla um hvort innleiðingin orkupakkans skerði forræði íslenskra stjórnvalda, hvernig ACER stofnunin er og hvort valdsvið hennar gangi gegn íslenskri stjórnskipan.

Fundarstjóri verður Elín Smáradóttir lögfræðingur OR.

Um Hilmar:

Hilmar lauk í september sl. tveggja ára mastersnámi (LLM) í orkurétti hjá háskólunum í Groningen, Osló, Aberdeen og Kaupmannahöfn, sjá nánar www.nselp.eu. Lokaritgerð hans í náminu fjallaði um ACER og Ísland en í tengslum við útskriftina flutti Hilmar fyrirlestur um efnið á ráðstefnu á vegum systurfélags ÁORKU í Hollandi, félags orkulögfræðinga þar í landi (NeVER). Hilmar sat í stjórn RARIK ohf. 2006-2014.

Verð kr. 4000,- fyrir félaga í LÍ, kr. 5.000,- fyrir aðra, greitt á staðnum.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember kl. 8.30-10.00 á Nauthól. 

Skráning hér

Hafa samband