Vel heppnaður kynningarfundur fyrir laganema
Þann 11. október sl. stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir kynningarfundi fyrir laganema háskólanna fjögurra um þau störf sem lögfræðingar sinna í samfélaginu.
Kynningarfundurinn var haldinn í samstarfi við Arion banka og voru um 90 laganemar viðstaddir - ýmist í salnum eða í fjarfundi. Auk þess að kynna störf sín gáfu lögfræðingarnir laganemum góð ráð fyrir framtíðina.
Lögfræðingarnir sem kynntu störf sín starfa í fjármálafyrirtæki, háskóla, fyrirtæki, stjórnsýslu, ríkisstofnun, lögmennsku, dómskerfi og saksóknara. Þetta voru
