Frétt

29.09.2018 -

Kynning á störfum lögfræðinga

Lögfræðingafélag Íslands, í samvinnu við Arion banka, býður laganemum á fræðslufund þar sem helstu störf sem lögfræðingar sinna í samfélaginu verða kynnt.

Eftirfarandi lögfræðingar munu kynna störf í fjármálafyrirtæki, háskóla, fyrirtæki, stjórnsýslu, ríkisstofnun, lögmennsku, dómskerfi og saksóknara:

  • Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.
  • Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
  • Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Páll Þórhallsson skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu.
  • Hjördís Halldórsdóttir lögmaður hjá lögmannsstofunni LOGOS.
  • Ragnheiður Bragadóttir dómari við Landsrétt.
  • Valgeir Þór Þorvaldsson lögfræðingur hjá útlendingastofnun.
  • Hildur Sif Haraldsdóttir forstöðumaður lögfræðiráðgjafar VÍS. 

 

Kynningin hefst kl. 16.15 fimmtudaginn 11. október í Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.  

 

Allir laganemar eru velkomnir en boðið verður upp á fjarfund fyrir laganema á Bifröst og Akureyri.  

 
Skrá mig

 

Hafa samband