Frétt

12.04.2018 -

Heimsókn síðasta vetrardag

Á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18. apríl kl.16.30, býðst félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands að heimsækja dómsmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun taka á móti hópnum en auk þess munu lögfræðingar sem þar starfa kynna störf sín. Að lokinni heimsókn verður farið á nálægt öldurhús og fagnað vetrarlokum.

Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017 við uppskiptingu innan-ríkisráðuneytisins og ná verkefni þess meðal annars til alls réttarkerfisins. Þar starfa nú 25 lögfræðingar á fjórum skrifstofum ráðuneytisins.
Takmarkaður fjöldi kemst í heimsóknina svo vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst.

Skráning hér

Hafa samband