Frétt

11.09.2017 -

Nýr dómur í máli Agnesar, Friðriks og Sigríðar

Laugardaginn 9. september stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir nýjum "réttarhöldum" í tæplega 200 ára máli, sem leiddi til þess að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin á Þrístöpum við Vatnsdalshóla 12. janúar 1830.

Að málinu komu Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, Gestur Jónsson hrl., Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl., Ingibjörg Benediktsdóttir fv. hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson fv. dómari við MDE og verðandi Landsréttardómari og Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu upp atvikalýsingu og vitnisburð sakborninga úr dómsskjölum. 

Lögfræðingafélagið vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur

Hér er hægt að lesa dóminn 

Hafa samband