Frétt

12.02.2015 -

Hádegisverðarfundur

Dagsetning: 12. febrúar 2015 - Staðsetning: Nauthóll

 

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn

12. febrúar 2015 kl. 12:00-13:00 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.

Nýskipan ákæruvalds

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála  og á lögreglulögum (þingskjal nr. 660). Frumvarpið gerir ráð fyrir að stofnað verði nýtt embætti héraðssaksóknara og embætti sérstaks saksóknara lagt niður.

Á fundinum verður gerð grein fyrir markmiðum fyrirhugaðra lagabreytinga, helstu ágöllum á núverandi ákæruvaldskerfi og lögreglurannsóknum sem frumvarpinu er ætlað að bæta úr, svo og stöðu nýs héraðssaksóknaraembættis innan ákæruvaldsins og fyrirhuguðum verkefnum þess.

Framsögumaður verður Sigurður Tómas Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík en hann var formaður stýrihóps um mótun réttaröryggisáætlunar á vegum innanríkisráðuneytisins og tók sem slíkur þátt í vinnu starfshóps um framtíðarskipan ákæruvaldsins sem undirbjó þær tillögur sem frumvarpið byggist á, auk þess sem hann vann með réttarfarsnefnd að gerð frumvarpsins. Að erindi hans loknu mun Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsa viðhorfi til breytinganna frá sjónarhóli embættisins.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.200,- fyrir félaga í LÍ en kr. 4.000,- fyrir aðra

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn  11. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig í síma  568 0887 (símsvari).

Skráning hér

Hafa samband