Frétt

04.02.2015 -

Fundur öldungadeildar

Dagsetning: 4. febrúar 2015 - Staðsetning: LMFÍ, Álftamýri 9

Miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 15.00 verður haldinn fundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.

Gestur fundarins verður Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur en hann hefur skrifað um siðfræði fyrir almenning,  m.a. bækurnar Gæfuspor - gildin í lífinu, Orðspor - gildin í samfélaginu og Þjóðgildin. Hann mun flytja erindi, sem hann nefnir:

Höfuðgildi Íslendinga

Erindið snýst um að greina þau gildi eða dyggðir sem helst hafa sett mark sitt á uppeldi og hugsun Íslendinga í gegnum aldirnar og kanna hvort þau lifi enn með þjóðinni. Gildi er víðtækt siðferðilegt hugtak sem um verðmæti sem bæta einstaklinga eða samfélag. Það spannar dyggðir, tilfinningar og viðhorf. Spurt verður og kallað eftir umræðu í erindinu: Hvaða gildi hafa verið mest áberandi á 21. öld?

Stjórn Öldungadeildar

Hafa samband