Lögfræðingafélag Íslands efnir til TEAMS fundar föstudaginn 13. janúar 2023, kl. 12.00-13.00:
Á síðasta ári gekk áhugaverður dómur hjá MDE, Kurt gegn Austurríki, um skyldu ríkisins til þess að vernda borgara fyrir heimilisofbeldi. M.a. fjallar dómurinn um skyldu um upplýsingamiðlun á milli stofnana svo að hægt sé að gera áhættumat á einstaklingum í tengslum við orðið eða yfirvofandi heimilisofbeldismál. Þá benda niðurstöður úr úttekt Grevio nefndar Evrópuráðsins til þess að umgjörð áhættumats í tengslum við heimilisofbeldis á Íslandi standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til stjórnvalda á grundvelli Istanbul samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Sjá umfjöllun um ...
...
lesa meira