Fréttir


Grein Kristrúnar Heimisdóttur í nýjasta hefti TL - Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar

Nú er mikil aðsókn í grein Kristrúnar Heimisdóttur sem er í nýjasta hefti Tímarits lögfræðinga. Prentuð hefti eru uppseld en hægt er að kaupa heftið rafrænt á heimasíðu félagsins. Það er einfalt að panta Tímarit lögfræðinga á netinu og það sem meira er, heftið kemur samstundis til kaupenda í tölvupósti. Hér koma leiðbeiningar: ... lesa meira
SÓTTVARNARLÖG OG STJÓRNARSKRÁ

Hádegis-Teams-fundur Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands Nýlega var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp úrskurður í máli nr. R-1900/2021, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sóttvarnarlæknis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. reglu¬gerðar nr. 355/2021, þess efnis að komufarþegar frá tilteknum ríkjum þyrftu að dveljast í sóttvarnarhúsi meðan beðið væri niðurstöðu úr seinni sýnatöku vegna Covid 19. Byggði niðurstaða héraðsdóms ...... lesa meiraMentorprógramm Lögfræðingafélags Íslands

Lögfræðingafélag Íslands býður nú ungum lögfræðingum upp á mentorprógramm í þriðja skiptið. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum eftir útskrift en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa markmiðasetningu.... lesa meira


Enginn launamunur og betra atvinnuástand: Könnun meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019

Betra atvinnuástand var meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019 en 2014 og enginn launamunur mældist milli kynja í könnun sem Lögfræðingafélag Íslands gerði á síðastliðnu ári. Úrtakið náði til samtals 100 lögfræðinga sem útskrifuðust með meistaragráðu frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst árið 2019 og höfðu fyrir BA/BS gráðu í lögfræði. ... lesa meira


Dómur fallinn: Hvað svo?

Þann 1. desember 2020 staðfesti yfirdeild MDE dóm í Landsréttarmálinu svokallaða. Í tilefni þess munu Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands efna til fundar í hádeginu föstudaginn 4. desember í streymi.... lesa meira

Námsferð Lögfræðingafélags Íslands til Marokkó 2019

Annað hvert ár stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir námsferðum til fjarlægra landa til að gefa íslenskum lögfræðingum kost á því að kynnast dóms- og lagakerfi þeirra. Ferðir sem þessar auka víðsýni lögfræðinga og kynni á milli þeirra sjálfra sem og á milli landa. Haustið 2019 fór 49 manna hópur lögfræðinga og fylgifiska á vegum félagsins í sjö daga ferð til Marokkó og byrjaði ferðina í höfuðborginni Rabat. ... lesa meira
Fyrsta heimsókn vetrarins til dómstólasýslunnar

Síðustu ár hefur Lögfræðingafélag Íslands staðið fyrir heimsóknum í ýmsar stofnanir og fyrirtæki til að auka kynni meðal lögfræðinga og þekkingu á þeim störfum sem þeir sinna. Í vor er ætlunin að heimsækja dómstólasýsluna, Kviku banka í samstarfi við FLF - félag lögfræðinga í fyrirtækjum og Landsvirkjun í samstarfi við Áorku - áhugafélag um orkurétt. Fyrsta heimsóknin verður fimmtudaginn 7. febrúar.... lesa meira

Hafa samband