Fundargerð aðalfundar 2019

Fundargerð aðalfundar Skattaréttarfélags Íslands

29. maí 2019

Mættir voru sjö fundarmenn: Elín Árnadóttir formaður, Ragnar Guðmundsson, Ásgeir Skorri Thoroddsen, Guðmundur Skúli Hartvigsson, Lísa Karen Yoder, Páll Jónsson og Ásmundur G. Vilhjálmsson.

 1. Kosning fundarstjóra og ritara

  Elín Árnadóttir setti fundinn og gerði tillögu um Ragnar Guðmundsson sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara. Var það samþykkt. Ragnar athugaði boðun fundar og sagði hann boðaðan með hæfilegum fyrirvara skv. samþykktum og því löglegan.  

 2. Skýrsla stjórnar 2018-2019

  Elín flutti skýrslu stjórnar. Einn formlegur stjórnarfundur var haldinn og einn félagsfundur  31. janúar 2019 þar sem Snorri Olsen ræddi um nýlegar breytingar á skattkerfum. 30 manns sátu fundinn. Á þeim fundi var borin upp tillaga um að Skattaréttarfélagið gerðist undirdeild Lögfræðingafélags Íslands og var hún samþykkt. 

  Alls eru 73 skráðir í félagið en félagskrá er gömul og þarfnast endurnýjunar. Af þeim er 41 skráður í Lögfræðingafélag Íslands sem er nú skylda.

  Frá árinu 2005 hafa ekki verið rukkuð inn félagsgjöld en Júlíus Smári, fyrsti gjaldkeri félagsins, er enn með prókúru. Þá hafa breytingar á stjórn ekki verið tilkynntar til ríkisskattstjóra.

  Stjórn er skipuð þannig: Elín Árnadóttir formaður. Aðrir stjórnarmenn: Guðmundur Skúli Hartvigsson, Ásmundur G. Vilhjálmsson og Ingibjörg Ingvadóttir og Júlíus Smári.

  Í upphafi voru haldnir þrír til fjórir fræðafundir á ári, t.d. um nýja dóma sem féllu og vörðuðu skattarétt. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur frá árunum 2010-2011 og vonast formaður til að blásið verði nýju lífi í félagið með nýrri stjórn.

 3. Reikningar kynntir og bornir upp til samþykktar

  Engin hreyfing var á bankareikningi félagsins á árinu. Eign félagsins í Íslandsbanka er að upphæð kr. 76.061,-

  Reikningar samþykktir samhljóða.

 4. Kosning formanns og annarra stjórnarmanna

  Ragnar Guðmundsson bauð sig fram til formanns.

  Eftirtalin buðu sig fram í stjórn: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, Unnur Bachmann, Svanhildur Anna Magnúsdóttir og Ásgeir Skorri Thoroddsen.

  Eftirtalin buðu sig fram sem varamenn í stjórn: Lísa Karen Yoder og Páll Jónsson.

  Voru þau því sjálfkjörin og samþykkt með lófaklappi.

 5. Kosning tveggja skoðunarmanns

  Elín Árnadóttir bauð sig fram og var sjálfkjörin.

 6. Ákvörðun árgjalds

  Ekki var lagt til gjald að þessu sinni.

 7. Önnur mál

Elín bað um orðið og sagðist ánægð með að félagið væri aftur komið af stað og hvatti það til góðra verka.

Ragnar fékk að því búnu afhenta fundargerðarbók félagsins hjá fráfarandi formanni og sagði það verkefni nýrrar stjórnar að skoða samþykktir félagsins og samræma að nútímanum.

 

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð

Hafa samband