Fundagerðir aðalfunda öldungardeildar
Fundargerð aðalfundar öldungadeildar LÍ 4. maí 2022
Bogi Nilsson formaður setti fund og stakk upp á Ragnari Hall sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara. Það var samþykkt
9 manns sóttu aðalfundinn
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar. - Bogi flutti hana
Í öldungadeild eru nú 238 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.
Starfsárið 2021-2022 var Bogi Níelsson formaður en Ásdís Rafnar og Guðríður Þorsteinsdóttir í stjórn.
Í varastjórn voru Þorsteinn Skúlason, Sigríður Ólafsdóttir og Þorleifur Pálsson.
Í öldungaráði voru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gestur Steinþórsson, Jakob R. Möller, Hjörtur Torfason, Hörður Einarsson og Othar Örn Petersen.
Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en vegna Covid urðu fundir færri en til stóð. Haldnir voru fjórir fundir að aðalfundi meðtöldum og voru þátttakendur á bilinu tólf til fimmtán.
Ferð:
15. maí 2021 fóru 18 félagar öldungadeildar á slóðir Sigríðar í Brattholti með Eyrúnu Ingadóttur frkvstj.sem skrifaði bókina „Konan sem elskaði fossinn“.
Fundir:
20. október 2021: Geir H. Haarde fv. sendiherra ræddi um samband Íslands og Bandaríkjanna í gegnum tíðina.
8. desember 2021: Magnús Hannesson ræddi um upphaf og þróun regluverks alþjóða samfélagsins.
30. mars 2022: Heimsókn til Hæstaréttar hafði verið frestað vegna smita í samfélaginu. Benedikt Bogason forseti og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti Hæstaréttar tóku á móti hópnum ásamt Ólöfu Finnsdóttur skrifstofustjóra.
4. maí 2022: Ólafur Egilsson fv. sendiherra rifjar upp sitthvað úr áhugaverðum störfum sínum í utanríkisþjónustunni til 40 ára.
Að auki hefur öldungadeild nú auglýst fyrsta golfmót deildarinnar sem haldið verður á golfvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar mánudaginn 16. maí.
- Skýrsla um fjárhag
Engin félagsgjöld eru í öldungadeild önnur en að vera í Lögfræðingafélaginu og enginn fjárhagur.
- Umræður um skýrslur
Engin umræða var um skýrslu stjórnar.
4. Kosning stjórnar
Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.
Aðalmenn
Guðríður Þorsteinsdóttir var kosin sem aðalmaður 2021 til tveggja ára. Sigríður Ólafsdóttir og Páll Arnór Pálsson gefa kost á sér sem aðalmenn í stjórn.
Engar fleiri tillögur komu fram og voru þau því sjálfkjörin
Varamenn
Þorleifur Pálsson var kosinn varamaður í stjórn 2021 til tveggja ára. Þorsteinn A. Jónsson og Gestur Steinþórsson gefa kost á sér í varastjórn.
Engar fleiri tillögur komu fram og voru þeir því sjálfkjörnir.
5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf
Sex manna öldungaráð er kosið til eins árs í senn:
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hjörtur Torfason, Jakob Þ. Möller og Hörður Einarsson, Othar Örn Petersen og Ásdís Rafnar.
Samþykkt með lófaklappi.
- ekki kosnir endurskoðendur þar sem enginn fjárhagur er í félaginu.
6. Ákveðið árgjald
Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.
7. Lagabreytingar
Engin tillaga gerð um lagabreytingar. Því var beint til nýrrar stjórnar að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.
8. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin fyrir. Alls sátu 9 manns fundinn og eru nöfn þeirra rituð í fundargerðarbók deildarinnar.
Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð
---
Fundargerð aðalfundar öldungadeildar LÍ 12. maí 2021
Bogi Nilsson formaður setti fund en frestaði aðalfundarstörfum að því búnu og gaf orðið til gests fundarins; Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og doktorsnema. Að loknu erindi héldu aðalfundarstörf áfram og stakk Bogi upp á Ragnari Hall sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara.
Samþykkt.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar. - Bogi flutti hana
Í öldungadeild eru nú 211 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.
Starfsárið 2020-2021 var Bogi Nilsson formaður Logi Guðbrandsson og Ásdís Rafnar í stjórn. Í varastjórn voru Þorsteinn Skúlason, Guðríður Þorsteinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Aðalfundur var haldinn 12. maí sl.
Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en vegna Covid voru engir fundir haldnir frá aðalfundi í lok maí 2020 og þar til 5. Mars 2021 er stjórn, varastjórn og öldungaráð hittust til að leggja línur vorsins. Fundir hafa aðeins verið tveir en ein vorferð er í pípum á slóðir Sigríðar í Brattholti með framkvæmdastjóra LÍ.
Fundir
21. apríl: Gelísk áhrif á Íslandi til forna. Gestur fundarins var Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun.
12. maí: Erlend áhrif á íslenska löggjöf frá 1908 til 2008. Gestur fundarins, sem var jafnframt aðalfundur, var Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og doktorsnemi.
Bogi fór yfir upphaf öldungadeildar en 25 mættu á stofnfund 28. nóvember 2007. Hann velti upp hvaða umfjöllunarefni ættu að vera á fundum, hvort það ættu að vera dægurmál eða mál sem snerta lögfræðinga.
- Skýrsla um fjárhag
Engin félagsgjöld eru í öldungadeild önnur en að vera í Lögfræðingafélaginu og enginn fjárhagur.
- Umræður um skýrslur
Engin umræða var um skýrslu stjórnar.
4. Kosning stjórnar
Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.
AðalmennLogi Guðbrandsson hefur nú lokið tveimur kjörtímabilum og fer því úr stjórn. Ásdís Rafnar og Bogi Nilsson voru kosin í stjórn á síðasta ári til tveggja ára. Lagt er til að kjósa Guðríði Þorsteinsdóttur sem aðalmann.
Samþykkt með lófaklappi.
Varamenn
Þorsteinn Skúlason var kosinn í fyrra og á því eitt ár eftir sem varamaður í stjórn. Sigríður Ólafsdóttir var sömuleiðis kosin í fyrsta sinn í varastjórn á síðasta ári. Lagt er til að kjósa Þorleif Pálsson sem nýjan varamann í stjórn.
Samþykkt með lófaklappi.
5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf
Sex manna öldungaráð er kosið til eins árs í senn: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gestur Steinþórsson, Hjörtur Torfason, Jakob Þ. Möller og Hörður Einarsson og Othar Örn Petersen.
Samþykkt með lófaklappi.
- ekki kosnir endurskoðendur þar sem enginn fjárhagur er í félaginu.
6. Ákveðið árgjald
-Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.
7 . Lagabreytingar
Engin tillaga gerð um lagabreytingar. Því var beint til nýrrar stjórnar að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.
8. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin fyrir. Alls sátu 15 manns fundinn og eru nöfn þeirra rituð í fundargerðarbók deildarinnar.
Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð
Aðalfundur öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands 27. maí 2020
Logi Guðbrandsson formaður setti fund og stakk upp á Eyrúnu Ingadóttur sem fundarstjóra og ritara. Var það samþykkt.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
Logi Guðbrandsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Í öldungadeild eru nú 211 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.
Starfsárið 2019-2020 var Logi Guðbrandsson formaður en Ellert B. Schram og Ásdís Rafnar í stjórn. Í varastjórn voru Bogi Nilsson, Þorsteinn Skúlason og Guðríður Þorsteinsdóttir. Aðalfundur var haldinn hér á undan þessum fundi. Nú eru í aðalstjórn: Logi Guðbrandsson, Ásdís Rafnar og Bogi Nilsson. Varamenn eru Þorsteinn Skúlason, Guðríður Þorsteinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.
Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en vegna Covid urðu þeir færri en til stóð. Haldnir voru sex fundir og voru þátttakendur á bilinu tólf til fimmtán. Nokkurt áhyggjuefni hefur verið léleg fundarsókn og þarf stjórn að velta fyrir sér hvernig hægt sé að virkja fleiri félagsmenn á næsta starfsári. Þá var haldinn einn samráðsfundur stjórnar og öldungaráðs.
Fundir:
18. sept.: „Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum.“ Anna Dóra Antonsdóttir safnfræðingur flutti erindi um nýlega útkomna bók um þessi áhugaverðu málaferli.
2. okt.: Umskipti í samfélaginu: 25 ár frá gildistöku EES-samningsins. Björn Bjarnason fv. ráðherra og formaður starfshóps sem gerði úttekt á aðild Íslands að EES hélt erindi.
18. nóv.: Ísland fær konung. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur hélt erindi.
22. jan.: „Hér segir að þeir eiga að skoða, óttast og varast er dæma skulu.“ Fyrirlesari Páll Skúlason lögfræðingur hélt erindi.
19. feb.: Sagnafundur – sagðar sögur af lögfræðingum fyrr og nú – sannar og ósannar. Stjórnandi var Eyrún Ingadóttir.
27. maí: Aðalfundur og erindi: Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur fjallaði um hvernig hann tekst á við að skrifa 100 ára sögu Hæstaréttar.
2. Skýrsla um fjárhag
Engin þar sem enginn fjárhagur er til hjá félaginu
3. Umræður um skýrslur
Engar umræður voru um skýrslur
4. Kosning stjórnar
Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.
Aðalmenn: Ásdís Rafnar og Ellert B. Schram voru kosin til tveggja ára árið 2018. Gerð er tillaga um að Ásdís Rafnar verði kosin aftur, 2020-2022, en Ellert er búinn með sín tvö tímabil. Stjórn gerir að tillögu sinni að Bogi Nilsson komi í aðalstjórn í stað Ellerts. Logi Guðbrandsson var kosinn til tveggja ára 2019 til 2021.
Varamenn: Bogi Nilsson og Þorsteinn Skúlason voru kosnir árið 2018 til tveggja ára. Gerð er tillaga um Þorstein í annað kjörtímabil sem varamaður, til 2022. Einnig er gerð tillaga um Sigríði Ólafsdóttur sem varamann í stjórn til tveggja ára, 2020-2022. Guðríður Þorsteinsdóttir komi ný í varastjórn 2019 og situr til ársins 2021.
Nýir stjórnarmenn voru kjörnir með lófaklappi
5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf
Kosning öldungaráðs: Gerð tillaga þess efnis að Hrafn Bragason, Kristín Briem, Þorleifur Pálsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gestur Steinþórsson og Jakob R. Möller væru í öldungaráði. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Ekki kosnir endurskoðendur
6. Ákveðið árgjald
Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.
7. Lagabreytingar
Engin tillaga gerð um lagabreytingar
8. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd. Því var aðalfundi slitið og gengið til dagskrár þar sem Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur sagði frá skrifum sögu Hæstaréttar.
Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð.
-----
Aðalfundur öldungadeildar LÍ 22. maí 2019
Logi Guðbrandsson formaður setti fund og stakk upp á því að stjórna sjálfur fundi og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara. Samþykkt.
1. Skýrsla stjórnar
Logi flutti skýrslu stjórnar og sagði m.a.: Í öldungadeild eru nú 223 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.
Starfsárið 2018-2019 var Logi Guðbrandsson formaður en Ellert B. Schram og Ásdís Rafnar í stjórn. Í varastjórn voru Bogi Nilsson, Þorsteinn Skúlason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Aðalfundur var haldinn hér á undan þessum fundi og var stjórn endurkjörin.
Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Á síðasta starfsári voru haldnir sex fundir og voru þátttakendur á bilinu sex til 14. Nokkurt áhyggjuefni hefur verið léleg fundarsókn og þarf stjórn að velta fyrir sér hvernig hægt sé að virkja fleiri félagsmenn á næsta starfsári.
Fundir:
17. okt: Meginstef í þróun þjóðaréttar frá því Ísland varð fullvalda ríki: Fyrirlesari: Davíð Þór Björgvinsson dómari við Landsrétt. 12 félagar mættu.
18. des: Heimsókn í dómstólasýsluna. Benedikt Bogason formaður stjórnar og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri tóku á móti aðeins fimm félögum.
23. jan.: Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918. Fyrirlesari Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur. 12 félagar mættu.
20. feb.: Dauði geirfuglsins. Fyrirlesari: Gísli Pálsson prófessor í mannfræði. Sjö félagar mættu.
13. mars: Brot úr réttarsögu: Konungur í tvennum líkama og á faraldsfæti. Fyrirlesari: Viðar Pálsson sagnfræðingur. 14 félagar mættu.
22. maí: Aðalfundur og erindi: Ingólfur B. Kristjánsson og Aðalsteinn Júlíus Magnússon, forsvarsmenn www.hlusta.is segja frá tilurð og starfsemi hljóðbókaútgáfunnar.
2. Skýrsla um fjárhag
Engin þar sem enginn fjárhagur er til hjá félaginu
3. Umræður um skýrslur
Enginn tjáði sig um skýrslu stjórnar.
4. Kosning stjórnar
Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.
Aðalmenn
Í fyrra voru Ásdís og Ellert kosin til tveggja ára. Logi var kosinn til tveggja ára árið 2017, og má sitja annað kjörtímabil samkvæmt lögum, til 2021. Hann bauð sig fram að nýju og var samþykktur með lófaklappi.
Varamenn
Bogi Nilsson og Þorsteinn Skúlason voru kosnir árið 2018 til tveggja ára. Ingibjörg Ben er að ljúka sínu öðru ári og býður sig ekki fram aftur. Gerð var tillaga um að Guðríður Þorsteinsdóttir komi ný í varastjórn til ársins 2021 og var það samþykkt.
5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf
Kosning öldungaráðs
Lagt er til að kjósa einhverja eftirtalda, alls sex manns:
Gerð tillaga þess efnis að Sigríður Ólafsdóttir, Gunnar Eydal, Hrafn Bragason, Kristín Briem, Auður Þorbergs og Þorleifur Pálsson. Tillagan var samþykkt samhljóða.
- ekki kosnir endurskoðendur
6. Ákveðið árgjald
-Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.
7. Lagabreytingar
-engin tillaga gerð um lagabreytingar
8. Önnur mál
Ellert B. Schram lýsti áhyggjum sínum yfir lélegri fundarsókn í vetur og sagði endurnýjun litla sem enga í röðum þeirra sem mæti á fundi. Ellert sagði að stjórn þyrfti að reyna vekja athygli félagsmanna á þessum góðu fundum sem haldnir væru og fá yngri eldri borgara til liðs við félagið. Logi formaður tók undir með Ellerti og sagði gaman að hitta gamla skólafélaga og vinnufélaga á vettvangi eins og þessum.
Að þessu sögðu var fundi slitið. Fjórir sátu aðalfundinn.
AÐALFUNDUR ÖLDUNGADEILDAR LÍ ÁRIÐ 2018
Ár 2018, miðvikudaginn 18. apríl, var haldinn aðalfundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2017-2018. Fundurinn hófst kl. 15:00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.
Áður en aðalfundarstörf hófust hélt Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, erindi sem bar heitið „Hví peningastefna Seðlabanka Íslands er bæði röng og skaðleg.“
9 félagsmenn voru mættir til fundar.
I. Formaður deildarinnar, Ellert B. Schram, setti fundinn og gerði tillögu um hann sjálfan sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða.
Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2017-2018 og stiklaði á stóru varðandi þá viðburði sem deildin stóð fyrir. Formaðurinn tók mætingu sérstaklega fyrir og hvatti gesti aðalfundarins að hvetja fleiri til að mæta á fundi og uppákomur deildarinnar. Að lokum þakkaði hann sérstaklega Eyrúnu Ingadóttur fyrir framlag sitt gagnvart deildinni.
II. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.
Stjórnarkjör: Gerð tillaga þess efnis að Logi Guðbrandsson, Ásdís Rafnar og Ellert Schram myndu skipa stjórn félagsins. Sú tillaga var samþykkt samhljóða.
Varastjórnarkjör: Ingibjörg Benediktsdóttir er búin að vera í eitt ár og situr því annað ár. Bogi Nilsson er búinn að vera í eitt kjörtímabil. Tillaga að kjósa Boga Nilsson og Þorstein Skúlason og var það samþykkt samhljóða.
Kjör í öldungaráð: Gerð tillaga þess efnis að Sigríður Ólafsdóttir, Gunnar Eydal, Hrafn Bragason, Kristín Briem, Auður Þorbergs og Þorleifur Pálsson. Tillagan var samþykkt samhljóða.
III. Engin önnur mál voru til umræðu og engar tillögur þess efnis bárust.
Að lokum þakkaði formaðurinn fyrir veturinn. Fundi slitið kl. 16:02.
Stefán Snær Stefánsson tók saman fundargerð.
Aðalfundur öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands 2016-2017
Ár 2017, miðvikudaginn 17. maí, var haldinn aðalfundur öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2016-2017. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík. 13 félagsmenn voru mættir til fundar. Þetta gerðist:
- Formaður deildarinnar, Ellert B. Schram, setti fundinn og gerði tillögu um Hörð Einarsson sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða.
- Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017 og þakkaði Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra LÍ sérstaklega fyrir aðstoð við öldungadeild. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar, og þakkaði Hjörtur Torfason stjórn fyrir vel unnin störf.
- Samkvæmt 2. tl. 12. gr. laga öldungadeildarinnar skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.
- Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.
Stjórnarkjör: Að þessu sinni ber að kjósa tvo stjórnarmenn. Elín Norðdahl gengur úr stjórn að loknum tveimur kjörtímabilum en Brynjólfur Kjartansson er búinn að sitja eitt kjörtímabil. Lagt var til, að Brynjólfur yrði endurkjörinn og Logi Guðbrandsson yrði kjörinn nýr í stjórn í stað Elínar. Ekki komu fram aðrar tillögur, og voru þeir því sjálfkjörnir í stjórnina til tveggja ára. Stjórn deildarinnar er því svo skipuð eftir aðalfund þennan: Ellert B. Schram, Brynjólfur Kjartansson og Logi Guðbrandsson. Varastjórnarkjör: Logi Guðbrandsson hefur verið varamaður í stjórn og þar sem hann var kjörinn aðalmaður í stjórn, losnaði sæti hans sem varamanns. Lagt var til, að Ingibjörg Benediktsdóttir yrði kjörin í hans stað, ekki kom fram önnur tillaga, og var Ingibjörg því sjálfkjörin. Varamenn í stjórn öldungadeildar næsta starfsár eru: Drífa Pálsdóttir, Bogi Nilsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Kjör í öldungaráð: Fór þá fram kjör sex manna í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna. Tillaga var gerð um eftirtalda félagsmenn í öldungaráð til eins árs: Auður Þorbergsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Kristján Torfason, Kristín Briem, Már Pétursson og Þorsteinn Skúlason. Ekki voru gerðar aðrar tillögur, og voru þau sjálfkjörin. 5. Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, þ. á m. ekki tillögur um lagabreytingar. Enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og var aðalfundi slitið. Að loknum aðalfundarstörfum hélt Gunnar Karlsson prófessor emeritus erindi um ástir Íslendinga. Eyrún Ingadóttir tók saman fundargerð.