Aðalfundir FLF

Fundargerð aðalfundar FLF 9. janúar 2023

Á fundinn mættu átta félagar

 

Friðrik Ársælsson fráfarandi formaður setti fund. Hann lýsti ánægju sinni með það einvala lið sem er að taka við félaginu.

 

 1. Skýrsla stjórnar 2019-2020

  Síðasti aðalfundur var haldinn 27. maí 2020 en þá voru 102 félagar í FLF. Nú eru 121 skráður í félagið.

  Stjórn FLF var skipuð á aðalfundi 2020 til tveggja ára:

  Friðrik Ársælsson (Arion banki), Halla Björgvinsdóttir (Marel), Haukur Hinriksson (KSÍ),

  Lilja Jensen (Kvika) og Sigurlaug Pétursdóttir (Reitir). Varamenn: Björg Ásta Þórðardóttir (Samtök iðnaðarins) og Magnús Ásgeirsson (Nasdaq)

   

  Engir viðburðir voru á síðustu tveimur/þremur starfsárum en nú í nóvember var auglýst eftir áhugasömum lögfræðingum til að endurlífga félagið. Viðbrögð voru góð og voru tveir undirbúningsfundir haldnir á TEAMS fyrir aðalfund.

   

 2. Skýrsla um fjárhag

  Engin fjárhagur

   

 3. Umræður um skýrslur

Engar umræður urðu

 

4. Kosning stjórnar

Andrea Olsen (Frigus),

Ásgeir Sigurður Ágústsson (Rapyd).

Guðrún Jóna Guðmundsdóttir (Eimskip)

Hanna Björt Kristjánsdóttir (Íslandsbanki),

Kristín Lára Helgadóttir (Veritas),

 

Varamenn

Magnús Már Leifsson (Kvika eignastýring)

Vilhjálmur Þór Svansson (Creditinfo)

 

Stjórn mun síðar skipta með sér störfum.

 

5. Árgjald ákveðið

Ekkert árgjald

 

6. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar. Hér er hægt að nálgast lög félagsins: Lög FLF

 

7. Önnur mál

Félagsmenn kynntu sig og sögðu frá því sem þeir vildu fá út úr félaginu.

 

Rætt var um viðburði sem félagið gæti staðið fyrir.

 

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð

 

 

Fundargerð aðalfundar FLF 27. maí 2020

Tómas Eiríksson setti fundinn í fjarveru Birnu Hlínar Káradóttur formanns og stakk upp á sjálfum sér sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara. Var það samþykkt.

 

 1. Skýrsla stjórnar 2019-2020

  Tómas flutti skýrslu stjórnar:.

  Í FLF eru nú 102 félagar. Stjórn FLF var skipuð á aðalfundi 2018 til tveggja ára: Birna Hlín Káradóttir (Fossar), Árni Sigurjónsson (Marel), Arna Grímsdóttir (Reitir), Íris Arna Jóhannsdóttir (Kvika), Guðríður Svana Bjarnadóttir (Marel). Varamenn: Tómas Eiríksson (Össur) og Ingunn Agnes Kro (Skeljungur).

  Engir viðburðir voru á síðasta starfsári en FLF átti fulltrúa í Lagadagsnefnd fyrir hönd Lögfræðingafélags Íslands.“

   

 2. Skýrsla um fjárhag

  Enginn fjárhagur er hjá félaginu.

   

 3. Umræður um skýrslur

  Tómas sagði að með stofnun FLF fyrir fjórum árum hefðu innanhússlögfræðingar fengið rödd innan lögfræðingasamfélagsins. Tilgangur félagsins væri að gæta að hagsmunum lögfræðinga í fyrirtækjum og skapa umræður. Tómas velti fyrir sér hvort breyta þyrfti lögmannalögum þannig að lögfræðingar í fyrirtækjum mættu flytja mál fyrir dómi vegna dótturfélaga en lögin leyfa það ekki sem stendur.

  Þá sagði hann að félagið hefði staðið fyrir heimsóknum til fyrirtækja en hefði leyft LÍ að vera með. Það hefði þynnt félagið svolítið út og leggja þyrfti meiri áherslu á félagið sjálft. Hugmynd hefði verið uppi um árlegt hanastélskvöld félagsmanna til að auka tengsl milli þeirra og sendi Tómas þá hugmynd til nýrrar stjórnar.

  Íris Arna Jóhannsdóttir sagði mikilvægt að félagið hefði átt fulltrúa í lagadagsnefnd en síðan það hefði orðið hefðu áhugaverðar malstofur verið haldnar sem varða fyrirtækjalögmenn, og fjölmennar.

  Arna Grímsdóttir tók undir þetta og sagði FLF hafa fyrst og fremst verið tengslanet og samráðsvettvang.

   

 4. Kosning stjórnar

  Í kjöri til stjórnar voru:

  Aðalmenn

 • Friðrik Ársælsson, Arion banki.

 • Halla Björgvinsdóttir, Marel.

 • Haukur Hinriksson, KSÍ.

 • Lilja Jensen, Kvika.

 • Sigurlaug Pétursdóttir, Reitir.

   

  Varamenn

 • Björg Ásta Þórðardóttir, Samtök iðnaðarins.

 • Magnús Ásgeirsson, Nasdaq.

   

  Ný stjórn var kjörin með lófaklappi.

 •  

 • 5. Árgjald ákveðið

 • Ekkert árgjald

 • 6. Lagabreytingar

  8.gr. laga FLF er á þessa leið: „Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stefnt skal að því að halda félagsfundi þrisvar sinnum á ári eða oftar ef tilefni gefst til.“

  Lagt er til að breyta 8. gr. svo: „Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stefnt skal að því að halda félagsfundi reglulega.“

 •  7. Önnur mál

Engin mál voru rædd.

 

Fundi slitið

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð

 ----

Fundargerð aðalfundar FLF 28. maí 2019

Mættir voru þrír fundarmenn: Guðríður Svana Bjarnadóttir formaður, Birna Hlín Káradóttir og Íris Arna Jóhannsdóttir.

Svana formaður setti fund og samþykktu fundarmenn að hún stjórnaði honum. Svana stakk upp á Eyrúnu Ingadóttur sem ritara og var það samþykkt.

 1. Skýrsla stjórnar 2018-2019

  FLF var formlega stofnað á fundi hjá LÍ 27. apríl 2016 og eru félagar í kringum 100.

  Í stjórn voru kosin á aðalfundi 2018 til tveggja ára: Árni Sigurjónsson (Marel), Birna Hlín Káradóttir (Fossar), Arna Grímsdóttir (Reitir), Íris Arna Jóhannsdóttir (Kvika), Guðríður Svana Bjarnadóttir (Marel). Varamenn eru Tómas Eiríksson (Össur) og Ingunn Agnes Kro (Skeljungur).

  Stjórn hittist að jafnaði mánaðarlega nema yfir sumartímann. Einnig eru regluleg samskipti með tölvupósti milli funda. Helstu viðburðir á vegum félagsins á starfsárinu:

  • Hádegisfundur um tíu velgengnisvörður með Háskólanum í Reykjavík í október 2018. Fyrirlesari var Björgvin Ingi Ólafsson sem sagði sögur af farsælu fólki og tvinnaði við framaráð fyrir framsækið fólk sem er að koma út á vinnumarkaðinn, vill breyta til eða hefur áhuga á að efla sig á vinnumarkaðinum sem stjórnendur til framtíðar.
  • Heimsókn til Kviku í mars 2019 þar sem Íris Arna Jóhannsdóttir forstöðumaður skipulagsþróunar samstæðu og Lilja Jensen yfirlögfræðingur kynntu starfsemi bankans.

   Félagið átti fulltrúa í lagadagsnefnd þar sem sjónarmiðum og áhugasviðum félagsmanna var komið til skila. Dagurinn tókst vel var vel sóttur og voru nokkrar málstofur þar sem farið var yfir málefni sem bera hátt í störfum félagsmanna FLF. M.a.:

 2. Skýrsla um fjárhag

  FLF hefur ekki sérstakan fjárhag.

 3. Umræður um skýrslur

  Engar umræður voru um skýrslu formanns.

 4. Kosning stjórnar

  Þar sem kosið var í stjórn á síðasta ári fór kosning ekki fram. Tómas Eiríksson var kosinn formaður með lófaklappi.

 5. Árgjald ákveðið

  Árgjald verður sem fyrr ekki rukkað.

 6. Lagabreytingar

  Samþykkt að leggja til á næsta félagsfundi og auglýsa með fundarboði, að breyta 8.gr. laga FLF á þessa leið en greinin hljóðar svo:

  Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stefnt skal að því að halda félagsfundi þrisvar sinnum á ári eða oftar ef tilefni gefst til.

  Breyta svo:

  Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stefnt skal að því að halda félagsfundi reglulega.

 7. Önnur mál
 • Ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna
 • Umboðssvik
 • Örmálstofur:
  • Peningaþvætti
  • Höfundaréttur og gervigreind
  • Allt er vænt sem vel er grænt – en hver eru græn skuldabréf?

    Fleiri viðburðir hafa verið í deilgunni en ekki gefist tími til að halda og bíða því næsta starfsárs. Þá átti félagið fulltrúa í stjórn LÍ og verður svo áfram sem er afar gleðilegt. Ráðstefnur og fundir erlendis hafa verið auglýstir til félagsmanna og verður svo áfram. ECLA heldur áfram að biðla til félagsins um að ganga í félagsskapinn og verður það vafalaust áfram til skoðunar.

   Þakkir til LÍ og sérsstaklega til Eyrúnar fyrir afar ánægjulegt og gott samstarf.

Engin önnur mál voru rædd.

 

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð

Hafa samband