FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum

FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum 

FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum, undirdeild í Lögfræðingafélagi íslands, var stofnuð af 50 lögfræðingum 27. apríl 2016.

Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna lögfræðinga sem starfa hjá fyrirtækjum, fjalla um og skapa umræðu innan félagsins um störf lögfræðinga í fyrirtækjum, fjalla um áhugaefni þeirra innan lögfræðinnar og stuðla að auknum samskiptum meðal þeirra, svo og að efla samskipti lögfræðinga almennt.

Félagar geta orðið allir lögfræðingar sem starfa í fyrirtækjum, selja ekki út lögfræðiþjónustu sína eða fyrirtækisins til þriðja aðila og eru í Lögfræðingafélagi Íslands.

 

Stjórn:

Arna Grímsdóttir, Árni Sigurjónsson, Birna Hlín Káradóttir, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Lúther Einarsson.

 

Varamenn í stjórn:

Íris Arna Jóhannsdóttir og Tómas Eiríksson.

Umsókn um aðild

Hafa samband